Flutningar Norræna hefur farið sextán ferðir í ár með 300 tonn af fiski í hverri ferð.
Flutningar Norræna hefur farið sextán ferðir í ár með 300 tonn af fiski í hverri ferð. — Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
UM 4.500 tonn af ferskum og frystum fiski hafa verið flutt með Norrænu á markaði í Evrópu það sem af er árinu, að sögn Jörundar Ragnarssonar, sölumanns hjá fraktdeild Norrænu.

UM 4.500 tonn af ferskum og frystum fiski hafa verið flutt með Norrænu á markaði í Evrópu það sem af er árinu, að sögn Jörundar Ragnarssonar, sölumanns hjá fraktdeild Norrænu.

Jörundur segir aflann koma hvaðanæva af landinu, þó mest sé um að útgerðir á Austurlandi nýti sér þjónustuna.

Norræna hefur farið sextán ferðir það sem af er árinu og tekið um 300 tonn af fiski í hvert skipti en skipið siglir á miðvikudögum frá Siglufirði til Þórshafnar í Færeyjum, Leirvíkur á Hjaltlandseyjum, Bergen í Noregi og Hanstholm í Danmörku, þar sem skipið kemur á laugardagsmorgni. Flutningafyrirtækið Bluewater sér um að flytja aflann á markaði í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og víðar og er hann kominn á markað á mánudagsmorgni, að sögn Jörundar.

Norræna hóf fiskflutning í fyrra og segir Jörundur að þjónustan hafi aðallega verið nýtt í ár og að boðið verði upp á hana í vetur.