Á DÖGUNUM reyndi kona að ná tali af forstjóra þekkts fyrirtækis í borginni sem selur og þjónustar upplýsingakerfi. Var henni ítrekað gefið samband frá skiptiborði fyrirtækisins við skrifstofu forstjórans en aldrei svaraði hann.

Á DÖGUNUM reyndi kona að ná tali af forstjóra þekkts fyrirtækis í borginni sem selur og þjónustar upplýsingakerfi. Var henni ítrekað gefið samband frá skiptiborði fyrirtækisins við skrifstofu forstjórans en aldrei svaraði hann.

Í öll skiptin var konunni tjáð að forstjórinn væri í tölvukerfinu skráður í húsi og væri sennilega ekki langt undan. Brá hún loks á það ráð að senda honum tölvupóst og fékk þá sjálfvirkt svarbréf þess efnis að forstjórinn yrði í fríi út mánuðinn. Raunar hafði hann þá þegar verið nær tvær vikur í fríi.

Þótti konunni kyndugt að skiptiborð fyrirtækis skyldi ekki vita um frí forstjórans. Enn sérkennilegra þótti þetta þegar litið var til þess að fyrirtækið starfar á meðal þeirra fremstu á sviði upplýsingatækninnar, en gat þó ekki - með öll sín upplýsingakerfi - haft til reiðu upplýsingar um sumarfrí forstjórans.

Ertu kominn aftur, Tjallans forni fjandi?

Á vefsíðu breska viðskiptaritsins Financial Times má lesa skondna frétt um að "gamli óvinurinn" hafi stigið á land í Grimsby, 28 árum eftir lok Þorskastríðsins, en íslenska fyrirtækið Icelandic Group hefur keypt 80% hlutafjár í fiskframleiðandanum Seachill. Sumir hafa verið sakaðir um kaldastríðshugsunarhátt, en blaðamenn FT virðast hins vegar vera þjakaðir af þorskastríðsáráttu.