HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna jukust um 66 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og námu 871 milljarði í lok maí, segir í Morgunkorni Íslandsbanka .

HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna jukust um 66 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og námu 871 milljarði í lok maí, segir í Morgunkorni Íslandsbanka .

Þar af jókst erlend verðbréfaeign um 28 milljarða á tímabilinu og er það sagt endurspegla mikil kaup sjóðanna á erlendum verðbréfum á þessu ári. Vitnað er í tölur frá Seðlabanka Íslands um hrein kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum en þau námu um 30 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Segir í Morgunkorni að ætla megi að meginhluti þeirra hafi verið af hálfu sjóðanna. Innlend verðbréfaeign sjóðanna jókst um 16 milljarða, og skuldabréfaeignin jókst um 19 milljarða á tímabilinu. Íslandsbanki spáir því að fjárfestingar lífeyrissjóða á næstunni muni einkum beinast að erlendum verðbréfum og innlendum skuldabréfum.