BEIN fjárfesting Íslendinga erlendis jókst um 17,6% á síðasta ári og nam 119 milljörðum króna í árslok 2003, að því er segir í frétt í Vegvísi Landsbanka Íslands . Mest jókst fjárfesting í framleiðslu og í verslun en dróst lítillega saman í samgöngum og fjarskiptum og í landbúnaði og fiskveiðum.
"Íslendingar virðast leita í meira mæli út fyrir landsteinana eftir fjárfestingarkostum heldur en erlendir aðilar leita hingað til lands. T.a.m. hefur bein fjárfesting Íslendinga erlendis aukist um 112% frá 2000, en á sama tíma hefur fjárfesting erlendra aðila hér á landi aukist um 72,5% ," segir Landsbankinn, sem spáir aukningu erlendra fjárfestinga Íslendinga á næstu árum.