Reykjavík | Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að heimila stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu garðsins með það að markmiði að efla möguleika barna, fjölskyldna og ferðamanna til uppbyggilegrar afþreyingar og heilsueflingar í Laugardal.
Í þessu augnamiði heimilar borgarráð að stjórn garðsins leiti samstarfsaðila til að þróa garðinn og eftir atvikum næsta nágrenni hans. Meðal þeirra hugmynda sem tilgreindar eru í fundargerð borgarráðs er að heimila stjórn garðsins að auglýsa í forvali eftir umsóknum aðila sem áhuga hafi á að þróa nýbyggingu í tengslum við núverandi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.