Jón Hjaltason, söguritari Akureyrarbæjar, verður leiðsögumaður í gönguferð um Innbæinn og Fjöruna á laugardag, 24. júlí. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.

Jón Hjaltason, söguritari Akureyrarbæjar, verður leiðsögumaður í gönguferð um Innbæinn og Fjöruna á laugardag, 24. júlí. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.

Laxdalshús er elsta hús á Akureyri, byggt 1795. Það er eina húsið sem eftir stendur af gamla verslunarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbyggingum.

Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismunandi byggingarstíla. Húsin og umhverfið geyma margar sögur, sem Jón Hjaltason kann betur en aðrir og miðlar í sögugöngunni. Gangan er létt og hentar öllum.