Reykjavík |Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði á Laugavegi 120, en áður fór meginstarfsemi deildarinnar fram á tveimur stöðum, í Fákafeni og við Hverfisgötu.

Reykjavík|Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði á Laugavegi 120, en áður fór meginstarfsemi deildarinnar fram á tveimur stöðum, í Fákafeni og við Hverfisgötu.

Fram kemur á heimasíðu Rauða krossins að stefnt hafi verið að flutningnum um nokkurt skeið vegna þess óhagræðis sem fylgi því að vera með starfsemina á tveimur stöðum.

Ýmsir kostir voru skoðaðir við leit að nýju húsnæði, og ekki allir sammála um hvernig framtíðarhúsnæðið ætti að vera. Á endanum varð úr að kaupa fjórðu og fimmtu hæð á Laugavegi 120, samtals um 500 fermetra. Rétt er að taka fram að þótt starfsfólk og aðstaða séu nú komin undir eitt þak mun sjálfboðið starf deildarinnar áfram verða starfrækt víða um borgina.