FEMÍNISTAFÉLAG Íslands fagnar þeirri ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að jafna verðlaunafé milli kynja í meistaradeildum kvenna og karla og hrósar Landsbanka Íslands fyrir sitt framlag.

FEMÍNISTAFÉLAG Íslands fagnar þeirri ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að jafna verðlaunafé milli kynja í meistaradeildum kvenna og karla og hrósar Landsbanka Íslands fyrir sitt framlag.

"Í samfélagi sem vill senda þau skilaboð til ungra iðkenda knattspyrnu að tækifærin í lífinu séu jöfn óháð kyni skiptir máli að standa við þau loforð þegar unga fólkið vex úr grasi. Jöfnun á verðlaunafé gegnir þar stóru hlutverki og sýnir að árangur þeirra kvenna sem ná verðlaunasæti er metinn til jafns við árangur þeirra karla sem eru fremstir í sínum flokki," segir í ályktun frá félaginu.

Femínstafélagið segir að með þessu sé stórum áfanga náð í jafnréttisbaráttu í knattspyrnu.