Baldurshagi | Jón Ingi Cæsarsson, fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði, telur eðlilegt að ráðið boði til funda þar sem kynntar verði fullmótaðar hugmyndir verktaka um nýtt fjölbýlishús við Baldurshaga.
Baldurshagi | Jón Ingi Cæsarsson, fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði, telur eðlilegt að ráðið boði til funda þar sem kynntar verði fullmótaðar hugmyndir verktaka um nýtt fjölbýlishús við Baldurshaga. SS-Byggir hefur reitinn til umráða og hefur kynnt hugmyndir um að reisa þar 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum. Fjallað var um málið á fundi ráðsins nýlega, í framhaldi af því að óskað var eftir stækkun lóðarinnar um tæpa 4.000 fermetra. Ráðið lagði til að umsækjanda yrði heimilað að fullvinna deiliskipulagstillögu og var umhverfisdeild falið að setja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi í kjölfarið.

Jón Ingi segir í bókun að Akureyringar eigi allir að fá að segja álit sitt á hugmyndunum. "Þær eru afar stórtækar og snerta viðkvæmt svæði í bæjarmyndinni," segir í bókun hans. Einnig að eðlilegt sé að umhverfisráð boði til kynningarfundar þar sem fullmótaðar hugmyndir verði kynntar og að í framhaldi af vandaðri kynningu mun svo ráðið taka ákvörðun "í samræmi við viðbrögð bæjarbúa og hefur að leiðarljósi hagsmuni bæjarins og bæjarbúa eins og því ber að gera."