Sean Penn sem djassgítarleikarinn Emmet Ray
Sean Penn sem djassgítarleikarinn Emmet Ray — Reuters
Sweet and Lowdown ( Súrt og sætt ) er á dagskrá Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Um er að ræða kvikmynd úr smiðju Woody Allens.

Sweet and Lowdown (Súrt og sætt) er á dagskrá Stöðvar 2 í dag og í kvöld.

Um er að ræða kvikmynd úr smiðju Woody Allens.

Myndin fjallar um óvenjulegt lífshlaup djassgítarleikarans Emmet Ray (Sean Penn), útistöður hans við konur, glæpamenn, músíkanta og eigin brautargengi á líflegum og djössuðum fjórða áratug 20. aldar. Emmet er frábær tónlistarmaður en þegar kemur að mannlegum samskiptum á hann margt ólært. Stórkostlegur gítarleikur hans fleytir honum langt og samstarfsfólkið reynir að horfa framhjá göllunum.

Með aðalhlutverk fara þau Sean Penn, Samantha Morton, Anthony Lapaglia og Uma Thurman.

Sweet and Lowdown (Súrt og sætt) 13.45 00.05