[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skotveiðar SKOTVEIÐAR eru mikil íþrótt og margir verðugir fuglar eru hæfir til veiða, t.d. gæsir, hvers kyns mávar og styggir fuglar. Ljóður á íslenskri skotveiðimenningu er þó sú tilhneiging skotveiðimanna að skjóta á endur og mófugla.

Skotveiðar

SKOTVEIÐAR eru mikil íþrótt og margir verðugir fuglar eru hæfir til veiða, t.d. gæsir, hvers kyns mávar og styggir fuglar. Ljóður á íslenskri skotveiðimenningu er þó sú tilhneiging skotveiðimanna að skjóta á endur og mófugla. Þetta eru fallegar og litlar skepnur sem óþarfi er að drepa.

Ellilífeyrisþegi.

Öfugþróun gírókerfisins

Á SÍNUM tíma var hægt að greiða gíróseðla annars staðar frá Norðurlöndunum fyrirhafnarlítið á pósthúsum hérlendis. Þetta er nú síðustu árin ekki hægt og slíkir seðlar, t.d. vegna kaupa á bókum og tímaritum, eru gagnslausir hérlendis og flóknari og oft dýrari aðferðir verður að nota til að koma greiðslum til skila. Það er mikil öfugþróun að Pósturinn íslenski skuli ekki lengur vera aðili að norræna gírókerfinu. Ég furða mig líka á að hafa hvergi séð kvartað yfir þessu.

Vigfús Ingvar Ingvarsson.

Vestur-Íslendingar frá Utah

VESTUR-Íslendingar, búsettir í Spanish Fork í Utah, munu heimsækja Ísland 29. júlí næstkomandi. Þeir munu dvelja hér á landi í tíu daga og vonast margir í hópnum til þess að hitta ættingja sína hér á landi augliti til auglitis. Þeir sem telja sig eiga ættingja í Utah geta haft samband við fararstjóra hópsins, Lil Sheperd, en hópurinn verður á Grand Hóteli í Reykjavík frá 30. júlí til 3. ágúst og á Hótel Hjarðarbóli á Selfossi frá 4. ágúst til 7. ágúst.

Budda tapaðist

7 ÁRA hnáta tapaði buddunni sinni í A-sal Sambíóanna í Mjódd í síðustu viku. Budduna prýðir hjarta. Hún innihélt ferðapeninga litlu telpunnar en hún er gestkomandi frá Noregi. Hjartahlýr finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 5653996 eða 6998848. Fundarlaun í boði.

Sólarrafhlöðuspjald tapaðist

SÓLARRAFHLÖÐUSPJALD í pappakassa tapaðist við tjaldstæðið á Þingvöllum hinn 17. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 8965811.

Giftingarhringur fannst

ÞYKK gleraugu fundust í upplýsingarútunni í Landmannalaugum og í lauginni fannst giftingarhringur og í honum stendur Þín Ágústa 2002. Upplýsingar í síma 8537828.

Stormur strauk úr gæslu

STORMUR strauk nýlega úr gæslu frá Kattholti, Stangarhyl 2. Hann er steingrár, eyrnamerktur og mjög gæfur. Þeir sem sjá Storm eru vinsamlega beðnir að láta Sigríði vita í síma 8994038.