Sólveig Nikulásdóttir leiðsögumaður.
Sólveig Nikulásdóttir leiðsögumaður.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"Bleika lambagrasið setur hvarvetna sterkan svip sinn á landið. Ekki síst verða áhrifin og andstæðurnar sterkar þegar ekið er yfir eyðisanda þar sem fátt annað grær. En lambagrasið er harðgert og fátt virðist bíta á því.

"Bleika lambagrasið setur hvarvetna sterkan svip sinn á landið. Ekki síst verða áhrifin og andstæðurnar sterkar þegar ekið er yfir eyðisanda þar sem fátt annað grær. En lambagrasið er harðgert og fátt virðist bíta á því. Erlendir ferðamenn spyrja gjarnan um hver þessi harðgera jurt sé og dást að seiglu hennar," segir Sólveig Nikulásdóttir leiðsögumaður. "Þúfurnar sem lambagrasið sprettur á, jafnt uppi á fjöllum sem niðri í byggðinni, eru þjóðlegar. Hvergi annars staðar sér maður þúfur í landslaginu nema hér."

Sólveig segir lambagrasið "glaðlega bleikt, en er samt líka svo innilega hógvært," eins og hún kemst að orði. "Á ferðum mínum um landið með erlenda ferðamenn hef ég oft verið spurð hvert sé þjóðarblómið okkar, enda alvanalegt erlendis að eiga eitt slíkt. Ég hef því ásamt ferðalöngum haft tækifæri til að máta ýmis blóm sem þjóðarblóm og eftir miklar vangaveltur komist að því að lambagrasið eigi umfram önnur þennan heiður skilinn. Þetta bjartsýna blóm sem virðist oft lifa á þrjóskunni einni saman. Slíkt er táknrænt fyrir Íslendinga í gegnum tíðina."