HRINA smáskjálfta varð undir Fagradalsfjalli í gær, um 9 km norðaustan við Grindavík. Hrinan hófst á 5. tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni, og var virknin mest á milli kl. 14-16, en þá mældust um 50 skjálftar á klukkutíma.

HRINA smáskjálfta varð undir Fagradalsfjalli í gær, um 9 km norðaustan við Grindavík. Hrinan hófst á 5. tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni, og var virknin mest á milli kl. 14-16, en þá mældust um 50 skjálftar á klukkutíma.

Skjálftarnir hafa allir verið smáir og hefur enginn þeirra náð stærðinni 2 á Richters-kvarða. Alls mældust yfir 300 skjálftar á svæðinu í gær.

Svipuð hrina mældist í síðustu viku á sama stað, en skjálftavirknin náði þá yfir stærra svæði til austurs.