PÓLITÍSKUR leiðtogi skæruliðahreyfingar tamíla á Sri Lanka varar við því að landið "rambi nú á barmi stríðs" en ummælin eru til marks um að til beggja vona geti brugðið um vopnahlé stjórnvalda og tamíl-tígranna svokölluðu, sem nú hefur verið í...

PÓLITÍSKUR leiðtogi skæruliðahreyfingar tamíla á Sri Lanka varar við því að landið "rambi nú á barmi stríðs" en ummælin eru til marks um að til beggja vona geti brugðið um vopnahlé stjórnvalda og tamíl-tígranna svokölluðu, sem nú hefur verið í gildi í þrjú ár.

"Sri Lanka rambar á barmi stríðs. Bæði ríkisstjórnin og tamíl-tígrar búa sig nú undir átök. Spurningin er hver lætur til skarar skríða fyrst og hvenær," höfðu fulltrúar tamíla eftir S.P. Thamilselvan, pólitískum leiðtoga skæruliðahreyfingarinnar.

Colombo. AP.