* CRISTIANO Ronaldo , leikmaður Manchester United, mun missa af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins þar sem hann hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Portúgals sem keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst.

* CRISTIANO Ronaldo , leikmaður Manchester United, mun missa af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins þar sem hann hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Portúgals sem keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Luis Boa Morte, leikmaður Fulham, og Tiago , sem Chelsea keypti í fyrradag, voru einnig kallaðir inn í landsliðshópinn.

* RIVALDO, leikmaður Brasilíu, er sagður hafa skrifað undir samning við gríska liðið Olympiakos . Gríska liðið hefur ekki enn staðfest þessar fréttir en Rivaldo hafði verið orðaður við fjölmörg lið, meðal annars Bolton og þýsku meistarana Werder Bremen .

* HOLLENSKI framherjinn Patrick Kluivert , leikmaður Barcelona , hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United . Samningurinn gildir til eins árs með möguleika á varanlegum kaupum á leikmanninum. "Þetta er frábært félag með frábærum leikmönnum og ég vona að ég falli vel inn í hópinn. Ég vona að við spilum í Meistaradeildinni á næsta ári og það er heiður fyrir mig að spila fyrir svona ástríðufulla stuðningsmenn," sagði Kluivert, eftir að hann skrifaði undir samning við Newcastle .

* NICK Van Exel , bakvörðurinn snjalli, er genginn til liðs við Portland Trailblazers frá Golden State Warriors, í skiptum fyrir þá Dale Davis og Dan Dickau . Þá er bakvörðurinn Eric Snow farinn til Cleveland Cavaliers frá Philadelphia 76ers í skiptum fyrir Kedrick Brown og Kevin Ollie .

* BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Edu útilokar ekki að hann gangi til liðs við spænska knattspyrnuliðið Barcelona í framtíðinni en hann á eftir eitt ár af samningi sínum við Arsenal . Barcelona hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Edu . "Ég er samningsbundinn frábæru liði en Barcelona er stórkostlegt lið og það yrði draumur að leika fyrir það," sagði hinn 26 ára Edu .

* MARTIN Max , sóknarmaður þýska knattspyrnuliðsins Hansa Rostock , hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Max er 35 ára og hættir vegna ökklameiðsla. Max skoraði 126 mörk í 396 leikjum í efstu deild í Þýskalandi .

* OTTÓ Sigurðsson úr GKG verður ekki með á Íslandsmótinu í höggleik vegna meiðsla í hné. Ottó varð annar á meistaramóti klúbbsins á dögunum, á eftir Íslandsmeistaranum Birgi Leifi Hafþórssyni .

* ÚRVALSDEILDARLIÐ KFÍ frá Ísafirði hefur komist að samkomulagið við enska bakvörðinn Tom Hull um að hann leiki með liðinu á næstu leiktíð en hann var hjá liðinu 1999-2000 og skoraði 1,6 stig að meðaltali.