— Reuters
Ísraelskur verkamaður í grennd við Betlehem á Vesturbakkanum, en þar er hluti múrsins umdeilda sem verið er að reisa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld yfirlýsingu þar sem múrinn var fordæmdur og sagður ólöglegur.

Ísraelskur verkamaður í grennd við Betlehem á Vesturbakkanum, en þar er hluti múrsins umdeilda sem verið er að reisa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld yfirlýsingu þar sem múrinn var fordæmdur og sagður ólöglegur. 150 ríki studdu tillöguna, sex voru á móti og tíu sátu hjá. Ísraelar ætla þrátt fyrir þetta að halda áfram að reisa múrinn sem þeir segja nauðsynlegan til að stöðva palestínska hermdarverkamenn. Bandaríkjastjórn hefur líka gagnrýnt samþykkt SÞ.

Þing Palestínu samþykkti í gær með þorra atkvæða skýrslu þar sem núverandi heimastjórn er harkalega gagnrýnd fyrir að hafa ekki komið á lögum og reglu og aukið öryggi almennings.