"MÉR gekk bara vel í þessum leik og þjálfararnir voru ánægðir með frammistöðu mína," sagði Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson við Morgunblaðið í gær en hann er þessa dagana til reynslu hjá sænska liðinu AIK og lék æfingaleik með því í gær.
"MÉR gekk bara vel í þessum leik og þjálfararnir voru ánægðir með frammistöðu mína," sagði Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson við Morgunblaðið í gær en hann er þessa dagana til reynslu hjá sænska liðinu AIK og lék æfingaleik með því í gær. "Ég veit ekkert hvert framhaldið verður. Það skýrist væntanlega eftir æfinguna á morgun (í dag) hvort AIK hyggst fara út í samningaviðræður við Fylki. Annars líst mér mjög vel á félagið. AIK er stórt og öflugt félag og allt sem snýr að því er fyrsta flokks. Ég myndi alla vega skoða það með opnum huga ef mér stæði til boða að semja við liðið. Það hefur alltaf verið stefna hjá mér að verða atvinnumaður á nýjan leik en það verður að vera eitthvað spennandi til þess að ég fari aftur út," sagði Helgi Valur, sem er samningsbundinn Árbæjarliðinu til 2006.