DENIS MacShane mun flytja opinn fyrirlestur í Norræna húsinu í dag.

DENIS MacShane mun flytja opinn fyrirlestur í Norræna húsinu í dag. Að loknu erindi hans munu Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, varaformaður nefndarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skiptast á skoðunum við hann og ræða um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Hin nýja stjórnarskrá Evrópu - álitamál og áhrif á EES-löndin".

MacShane muni auk þess ræða stuttlega um varnarmálastefnu ESB, stöðu smærri Evrópulanda, innan eða utan ESB, og um hugsanlega aðild Noregs og Íslands að sambandinu.