Sakborningurinn leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.
Sakborningurinn leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. — Morgunblaðið/Júlíus
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær fyrrverandi sambýlismann Sri Rhamawati í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. ágúst. Var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn var handtekinn 6.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær fyrrverandi sambýlismann Sri Rhamawati í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. ágúst. Var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn var handtekinn 6. júlí og er grunaður um að hafa valdið dauða Sri eða átt þátt í hvarfi hennar, en síðast er vitað um ferðir hennar í íbúð hans 4. júlí. Blóð, sem fannst í íbúðinni og bíl hans, reyndist vera úr henni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík tók maðurinn sér frest til að ákveða hvort úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar.