SYSTURNAR Karólína Íris Jónsdóttir og Tara Lind Jónsdóttir voru að tína ýsu af hjöllum úti á Seltjarnarnesi fyrir pabba sinn, Jón Þorvald Waltersson, sem rekur fyrirtækið Fiskheima.
SYSTURNAR Karólína Íris Jónsdóttir og Tara Lind Jónsdóttir voru að tína ýsu af hjöllum úti á Seltjarnarnesi fyrir pabba sinn, Jón Þorvald Waltersson, sem rekur fyrirtækið Fiskheima. Hann segir dætur sínar vera mjög duglegar við tínsluna, það sé búið að setja upp í hjallana nokkur tonn. Fiskinn nýtir hann svo í gæludýrafóður en saltið í fiskinum minnkar mjög mikið við það að hanga á hjöllunum. Jón segir fiskhjallana hafa vakið mikla eftirtekt hjá erlendum ferðamönnum sem hafa myndað þá í gríð og erg.