Guðjón Rúnarsson
Guðjón Rúnarsson
STJÓRN Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, átelur Íbúðalánasjóð harðlega fyrir slæleg vinnubrögð við þá kerfisbreytingu sem fram fór á tæknilegum þáttum húsnæðislánakerfisins um síðustu mánaðamót, í bréfi sem dagsett er 14. júlí sl.

STJÓRN Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, átelur Íbúðalánasjóð harðlega fyrir slæleg vinnubrögð við þá kerfisbreytingu sem fram fór á tæknilegum þáttum húsnæðislánakerfisins um síðustu mánaðamót, í bréfi sem dagsett er 14. júlí sl. Í bréfinu segir að öll vinnubrögð í tengslum við skiptin hafi verið með afar ófaglegum og illa undirbúnum hætti. Slíkt hafi ekki aðeins haft í för með sér aukið flækjustig, heldur hafi kostað bæði tíma og peninga fyrir jafnt markaðsaðila sem fjárfesta, að því er segir í bréfinu.

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, staðfestir að bréfið hafi verið sent, en hann telji ekki rétt á þessu stigi málsins að tjá sig um einstök atriði þess. Segir Guðjón sjóðinn enn ekki hafa svarað bréfinu.