VERÐ á kjúklingum hefur lækkað um 10% það sem af er árinu, en á sama tíma hefur svínakjöt hækkað um rúmlega 50%. Verð á svínakjöti var í sögulegu lágmarki um síðustu áramót og hafði t.d. lækkað um 50% frá miðju ári 2002.
VERÐ á kjúklingum hefur lækkað um 10% það sem af er árinu, en á sama tíma hefur svínakjöt hækkað um rúmlega 50%. Verð á svínakjöti var í sögulegu lágmarki um síðustu áramót og hafði t.d. lækkað um 50% frá miðju ári 2002. Verð á svínakjöti nú er því svipað og það var fyrir tveimur árum. Verð á kjúklingum er hins vegar um 35% lægra nú en það var fyrir tveimur árum.
Ástæða verðlækkunar á kjúklingum er fyrst og fremst að framleiðslan er heldur meiri en eftirspurnin.