HEINER Brand, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þjóðverja í handknattleik, hefur valið þá 15 leikmenn sem leika fyrir hönd Þýskalands á Ólympíuleikunum í Aþenu sem settir verða 13. ágúst næstkomandi.

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þjóðverja í handknattleik, hefur valið þá 15 leikmenn sem leika fyrir hönd Þýskalands á Ólympíuleikunum í Aþenu sem settir verða 13. ágúst næstkomandi. Uppistaðan í hópnum eru leikmenn frá meistaraliði Lemgo en sex leikmenn úr liðinu eru í 15 manna hópnum. Þjóðverjar ætla sér stóra hluti í Aþenu en þeir höfnuðu í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum. Hópur þeirra verður þannig skipaður:

Markverðir: Henning Fritz, Kiel og Christian Ramota, Lemgo.

Útileikmenn: Pascal Hens, Hamborg, Stefan Krtezschmar, Magdeburg, Jan Olaf-Immel, Wallau, Mark Dragunski, Gummersbach, Christian Zeitz, Kiel, Klaus-Dieter Petersen, Kiel, Christian Schwarzer, Lemgo, Daniel Stephan, Lemgo

Markus Baur, Lemgo, Florian Kehrman, Lemgo, Wolker Zerbe, Lemgo, Christian Schöne, Magdeburg, Thorsten Jansen, Hamborg.

Þjóðverjar eru með Grikkjum, Egyptum, Brasilíumönnum, Ungverjum og Frökkum í riðli á Ólympíuleikunum.