VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN kom inn til lendingar, en ljós fyrir nefhjól vélarinnar kviknuðu ekki er vélin ætlaði að lenda.
VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN kom inn til lendingar, en ljós fyrir nefhjól vélarinnar kviknuðu ekki er vélin ætlaði að lenda. Flugmaðurinn flaug nokkra hringi yfir borginni á meðan hann ráðfærði sig við flugvirkja á jörðu niðri. Vélin lenti svo heilu og höldnu um klukkan 14:45.