JIM Leishman, yfirmaður knattspyrnumála hjá skoska félaginu Dunfermline, gefur lítið fyrir skýringar FH-inga á því hvers vegna þeir vilji ekki leika á gervigrasvelli Skotanna í UEFA-bikarnum síðar í þessum mánuði.

JIM Leishman, yfirmaður knattspyrnumála hjá skoska félaginu Dunfermline, gefur lítið fyrir skýringar FH-inga á því hvers vegna þeir vilji ekki leika á gervigrasvelli Skotanna í UEFA-bikarnum síðar í þessum mánuði. Hann sagðist á heimasíðu félagsins vera þess fullviss að FH hefði hafnað því að spila á gervigrasinu til að eiga meiri möguleika á að komast áfram, ekki vegna hættunnar á meiðslum leikmanna, eins og gefið hefði verið upp.

"Þeir eru sjálfir að undirbúa byggingu gervigrasvallar til að þróa sitt unglingastarf, og þar að auki spilar FH mikið á gervigrasi. En frá og með næsta tímabili má spila Evrópuleiki á gervigrasi án skilyrða," sagði Leishman.