MERLENE Ottey spretthlaupari, sem keppti á árum áður fyrir Jamaíku þar sem hún er fædd, lét að sér kveða á frjálsíþróttamóti í Belgíu á þriðjudag þar sem hún kom fyrst í mark á tímanum 11,09 sekúndum en það er besti tíminn sem hún hefur náð undanfarin...
MERLENE Ottey spretthlaupari, sem keppti á árum áður fyrir Jamaíku þar sem hún er fædd, lét að sér kveða á frjálsíþróttamóti í Belgíu á þriðjudag þar sem hún kom fyrst í mark á tímanum 11,09 sekúndum en það er besti tíminn sem hún hefur náð undanfarin fjögur ár. Ottey hefur nú fengið ríkisfang í Slóveníu og verður meðal keppenda í ÓL í Aþenu. Ottey mun þar bæta við sjöundu leikunum í safn sitt en hún er 44 ára. Tími hennar í Belgíu er 14. besti tími ársins og er hún í 14. sæti á heimslistanum þessa stundina. Ottey varð tvívegis heimsmeistari í 200 metra hlaupi og hún á þrenn silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun frá Ólympíuleikum. "Ég tel að möguleikar mínir á verðlaunum í Aþenu felist í því að allir nema ég þjófstarti og verði þar með dæmdir úr leik," sagði Ottey eftir hlaupið í Belgíu sl. þriðjudag.