Mývatnssveit | Þeir feðgar í Víkurnesi Jón Árni og Gísli Rafn hafa atvinnu sína af akstri rútubíla. Jón Árni ók mjólkurbíl um miðja síðustu öld, þá vegavinnubíl og síðan Öskjurútu í meira en aldarfjórðung.
Mývatnssveit | Þeir feðgar í Víkurnesi Jón Árni og Gísli Rafn hafa atvinnu sína af akstri rútubíla. Jón Árni ók mjólkurbíl um miðja síðustu öld, þá vegavinnubíl og síðan Öskjurútu í meira en aldarfjórðung. Reyndar segist Gísli Rafn sjá að mestu um Öskjuferðirnar nú orðið svo og skólarútuna, en sá gamli brá sér þá og keypti fullkomna rútu í Hollandi og er hér kominn með farskjótann heim í Voga. Hann segist ætla að nota hana fyrir skemmtiferðaskip og hópferðir, sem hann er landsþekktur fyrir. Hann tekur svo gjarnan lagið og skemmtir farþegum með harmonikku sinni þegar löngum degi við aksturinn er lokið.