POPPTÍVÍ mun sýna beint frá Rímnastríði 2004 og hefst útsendingin klukkan 23.00. Keppnin er haldin á Gauki á Stöng og er þetta í þriðja sinn sem hún fer fram. Um er að ræða svokallað "battl" þar sem tveir rapparar kallast á og reyna að níða hvor annan niður, allt í góðu þó.
Um er að ræða svipað fyrirkomulag og fólk kannast við úr mynd Eminem, 8 Mile. Um riðlakeppni er að ræða og skera áhorfendur og dómnefnd úr um það hver fer áfram.
Keppnir sem þessar eru orðnar viðtekinn þáttur í rappmenningunni og eru fínasti stökkpallur fyrir unga og efnilega rappara.
Rímnastríð 2004 er á dagskrá PoppTíví klukkan 23.00. |