SÚDÖNSK stjórnvöld munu í næstu viku hefja afvopnun uppreisnarmanna sem sagðir eru forsprakkarnir í skálmöld er ríkt hefur í Darfurhéraði í vesturhluta Súdans, að því er lögreglustjórinn í héraðinu sagði í gær.

SÚDÖNSK stjórnvöld munu í næstu viku hefja afvopnun uppreisnarmanna sem sagðir eru forsprakkarnir í skálmöld er ríkt hefur í Darfurhéraði í vesturhluta Súdans, að því er lögreglustjórinn í héraðinu sagði í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur krafist þess að súdönsk yfirvöld afvopni mennina en sæti refsiaðgerðum ella.

Opinber fréttastofa Súdans hafði eftir lögreglustjóranum að afvopnunin yrði hafin í næstu viku. Á föstudaginn gaf öryggisráðið súdönskum yfirvöldum 30 daga frest til að verða við kröfunni um afvopnun uppreisnarmannanna.

Samkvæmt upplýsingum súdanskra yfirvalda eru uppreisnarmennirnir, sem skáru upp herör gegn stjórnvöldum í febrúar í fyrra vegna meintrar vanrækslu stjórnarinnar í málefnum héraðsins, um fjögur þúsund talsins. Stjórnvöld á Vesturlöndum telja aftur á móti, að uppreisnarmennirnir séu á bilinu sex til tíu þúsund.

Hungursneyð vofir yfir um einni milljón íbúa í Darfur.

Khartoum. AFP.