Grettishátíð um helgina | Hin árlega Grettishátíð verður haldin á Húnaþingi vestra dagana 7. og 8. ágúst, en þar geta gestir og gangandi skráð sig í aflraunakeppni, og er utanlandsferð í boði fyrir besta árangurinn.
Grettishátíð um helgina | Hin árlega Grettishátíð verður haldin á Húnaþingi vestra dagana 7. og 8. ágúst, en þar geta gestir og gangandi skráð sig í aflraunakeppni, og er utanlandsferð í boði fyrir besta árangurinn. Dagskráin hefst á laugardagskvöld með formlegri opnun Grettisbóls og heldur hljómsveitin Spaðar tónleika um kvöldið. Hátíðin heldur svo áfram á sunnudeginum, með söngskemmtun, leikjum fyrir börn, færeyskum þjóðdönsum og síðast en ekki síst aflraunakeppninni.