— Morgunblaðið/ÞÖK
TALIÐ er að hátt í tuttugu þúsund manns stundi hestamennsku hér á landi að sögn Sigrúnar Ögmundsdóttur, skrifstofustjóra hjá Landssambandi hestamannafélaga. Sífellt fleiri bætast í þann hóp á ári hverju.

TALIÐ er að hátt í tuttugu þúsund manns stundi hestamennsku hér á landi að sögn Sigrúnar Ögmundsdóttur, skrifstofustjóra hjá Landssambandi hestamannafélaga. Sífellt fleiri bætast í þann hóp á ári hverju.

"Við erum þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ (Íþrótta- og ólympíusambands Íslands), fyrst kemur fótboltinn, svo golfið og síðan hestaíþróttin," segir hún.

Hátt í tíu þúsund félagar eru skráðir í hestamannafélög víða um land, en talið er að hestar á landinu séu um sjötíu þúsund.

Guðmundur Ásmundsson er einn þeirra fjölmörgu sem stunda hestamennsku, en ljósmyndari Morgunblaðsins smellti þessari mynd af honum í Mosfellsdalnum í vikunni.