[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BANDARÍSKI leikarinn Will Smith kom mörgum í opna skjöldu þegar hann tók lagið við frumsýningu kvikmyndarinnar I, Robot á Leicester-torgi í Lundúnum.
BANDARÍSKI leikarinn Will Smith kom mörgum í opna skjöldu þegar hann tók lagið við frumsýningu kvikmyndarinnar I, Robot á Leicester-torgi í Lundúnum. Smith, sem einnig hefur náð vinsældum sem söngvari, söng lögin "Men In Black", "Summertime" og "Switch", sem er að finna í I, Robot, við góðar undirtektir áhorfenda.

"Mig langaði að gleðja þá sem hafa sýnt mér allan þennan stuðning," sagði Smith, en kvikmyndin verður tekin til almennra sýninga í Bretlandi á föstudag. I, Robot er framtíðarspennumynd, en hún hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Smith hyggst senda frá sér nýja breiðskífu síðar á þessu ári.

Hann tók einnig óvænt lagið fyrir áhorfendur í Berlín þegar kvikmyndin I, Robot var frumsýnd þar í borg...

SEX SPÁNSKIR lögreglumenn héldu um borð í snekkju bandaríska rapparans P Diddy , sem var undan strönd Ibiza, eftir að kvörtun barst um mikinn hávaða frá snekkjunni. Svo virðist sem rapparinn hafi spilað tónlist á háum styrk með þeim afleiðingum að kvörtun barst til lögreglu.

Hún bað rapparann að lækka í tónlistinni en hann svaraði ekki óskum hennar, að því er fram kom í New York Daily News. Rapparinn hefur undanfarna daga dvalið í leyfi á snekkjunni við Ibiza.