— Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
HÓPUR 230 húsbílaeigenda frá Norðurlöndunum í alls 114 húsbílum keyrði frá borði úr ferjunni Norrænu á Seyðisfirði í gær, og er meiningin að keyra hringinn í kringum Ísland á þeim þrem vikum sem þeir munu dveljast hér á landi.

HÓPUR 230 húsbílaeigenda frá Norðurlöndunum í alls 114 húsbílum keyrði frá borði úr ferjunni Norrænu á Seyðisfirði í gær, og er meiningin að keyra hringinn í kringum Ísland á þeim þrem vikum sem þeir munu dveljast hér á landi.

Forsvarsmenn hópsins segja það vissulega erfiðleikum bundið að ferðast í svo stórum hóp, en segja að með góðu skipulagi megi finna nægilega marga næturstaði sem geta tekið svo marga húsbíla og íbúa þeirra.

Munu ökumenn húsbílanna ferðast í minni hópum á vegunum en hittast á næturstað á kvöldin, en þannig er ekki hætta á að óslitin röð húsbíla tefji umferð og valdi hættu.