[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ ER ekki auðvelt að vera falleg. Bandaríska leikkonan Halle Berry er allavega á þeirri skoðun. "Fegurð?
ÞAÐ ER ekki auðvelt að vera falleg. Bandaríska leikkonan Halle Berry er allavega á þeirri skoðun. "Fegurð? Ég skal segja þér svolítið - þó svo að ég sé álitin falleg kona þá hefur mér í engu verið hlíft í lífinu," sagði Berry í viðtali á dögunum

"Mér hefur hvorki verið hlíft við ástarsorg né erfiðleikum. Ástin hefur reynst mér erfið. Fegurðin er í raun merkingarlaus og alltaf hverful."

Berry lét þessi ummæli falla á blaðamannafundi þar sem hún kynnti nýjustu mynd sína um kattarkonuna. Berry gagnrýndi það hversu mjög fegurðinni og æskunni er hampað og sagði að þessi þráhyggja yrði til þess að sumar konur færu í lýtaaðgerðir.

"Persónulega finnst mér sorglegt hvernig konur afskræma andlit sitt í leit að þessu," sagði Berry sem vann til Óskarsverðlauna 2002 fyrir leik sinn í myndinni Monster's Ball. Hún segir það uggvænlega þróun hvernig konur séu allar að leita eftir sama útlitinu. "Þetta er brjálæðislegt og mér finnst sorglegt hvað þjóðfélagið er að gera konum."

SIMON COWELL dómari í Idol-söngvakeppninni í Bandaríkjunum segist aldrei ætla að gifta sig. Þá hugnast honum ekki að eignast börn. Simon segir að fjölskylda hans leggi mikla áherslu á að hann giftist Terri Seymour , unnustu sinni.

"Brúðkaup er svo gamaldags og ég hef engin áform um að halda slíkt. Fjölskyldan vill ólm halda brúðkaup. Samband okkar Terri er hins vegar gott og engin ástæða til þess að gera breytingu á því." Þá segir Simon: "Mig langar ekki í börn... barnauppeldi fylgir of mikil ábyrgð."