SVEN-Göran Eriksson verður áfram í starfi sem landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, en stjórn knattspyrnusambands Englands (FA) komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekkert til saka unnið í tengslum við ástarsamband sem hann átti við Faria Alam, sem starfar hjá FA. Athole Still, umboðsmaður Erikssons, sagði við fréttaveg BBC í gær að Eriksson, sem er samningsbundinn FA til ársins 2008, hlakkar til að halda áfram að sinna starfi sínu.
Stjórn FA segir í yfirlýsingu sinni, að allt þetta mál hafi skaðað knattspyrnuna í Englandi en stjórnin sé staðráðin í því að koma íþróttinni á ný á þann stall sem henni ber.