LANDHELGISGÆSLUNNI barst ósk frá tryggingafélagi togarans Stjörnunnar í fyrradag um að draga skipið út úr slippnum í Hafnarfirði. Hafði sjósetning skipsins mistekist er dráttarsleði fór út af sporinu í slippnum. Hafist var handa kl.
LANDHELGISGÆSLUNNI barst ósk frá tryggingafélagi togarans Stjörnunnar í fyrradag um að draga skipið út úr slippnum í Hafnarfirði. Hafði sjósetning skipsins mistekist er dráttarsleði fór út af sporinu í slippnum. Hafist var handa kl. 21 á háflóði og heppnaðist aðgerðin vel og rann skipið fljótlega hindrunarlaust í sjóinn. Engar skemmdir voru sjáanlegar á togaranum. Hafnsögubátar í Hafnarfirði drógu Stjörnuna síðan að bryggju þar sem dráttartaug varðskipsins var losuð.