ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,09% í viðskiptum gærdagsins og endaði í 3.093,79 stigum. Viðskipti með hlutabréf námu 2,7 milljörðum króna, en heildarviðskiptin í Kauphöllinni námu samtals 6,9 milljörðum.

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,09% í viðskiptum gærdagsins og endaði í 3.093,79 stigum. Viðskipti með hlutabréf námu 2,7 milljörðum króna, en heildarviðskiptin í Kauphöllinni námu samtals 6,9 milljörðum. Mest viðskipti voru með hlutabréf KB banka , eða fyrir tæpa 1,5 milljarða, og hækkaði verð þeirra um 1,5%. Bréf Bakkavarar Group lækkuðu hins vegar um 3,45%.

Hlutabréf hækkuðu í helstu kauphöllum Evrópu í gær en lækkuðu í Bandaríkjunum.

Stjórn Seðlabanka Evrópu ákvað í gær að breyta ekki stýrivöxtum bankans og verða þeir áfram 2,0% eins og þeir hafa verið frá því í júní á síðasta ári. Englandsbanki ákvað hins vegar í gær að hækka stýrivexti sína um 0,25% upp í 4,75%. Þetta er fimmta hækkunin á stýrivöxtum bankans frá því í nóvember á síðasta ári. Vaxtahækkun Englandsbanka kom sérfræðingum á fjármálamarkaði ekki á óvart þar sem stjórn bankans hafði áður lýst yfir vilja til að draga úr verðbólguþrýstingi vegna mikillar einkaneyslu og hækkandi olíuverðs.