NIÐURSTÖÐUR réttarrannsóknar á líki Sri Rhamawati munu liggja fyrir fljótlega, jafnvel á næstu dögum. Þá er þess beðið að geðrannsókn ljúki á Hákoni Eydal sem játað hefur að hafa orðið henni að bana.

NIÐURSTÖÐUR réttarrannsóknar á líki Sri Rhamawati munu liggja fyrir fljótlega, jafnvel á næstu dögum. Þá er þess beðið að geðrannsókn ljúki á Hákoni Eydal sem játað hefur að hafa orðið henni að bana. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á auk þess eftir að bera saman gögn og fá nánari lýsingar á einstökum efnisþáttum málsins.

Ómar Smári vildi að gefnu tilefni geta þess að allt frá upphafi rannsóknarinnar á hvarfi Sri Rhamawati og handtöku hins grunaða hefðu margir lögreglumenn og aðrir unnið samfellt að því að upplýsa málið. Rannsóknarlögreglumenn ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík hafa annast rannsóknina með öflugum stuðningi tæknideildar og lögfræðideildar þess. "Þegar í upphafi var lagður grunnur að þeirri markvissu og miklu vinnu, sem fylgdi í kjölfarið," sagði hann. Þá hafi lögreglan notið aðstoðar margra aðila meðan á rannsókninni hefur staðið.