DANSKIR launþegar eru sáttir við að vinna 37 klukkustundir á viku og fá sex vikna sumarfrí. Þeir vilja hins vegar að nýbakaðir foreldrar fái full laun í fæðingarorlofi að því er fram kemur í Politiken .

DANSKIR launþegar eru sáttir við að vinna 37 klukkustundir á viku og fá sex vikna sumarfrí. Þeir vilja hins vegar að nýbakaðir foreldrar fái full laun í fæðingarorlofi að því er fram kemur í Politiken.

Kemur þetta fram í nýrri könnun en niðurstöður hennar voru þær, að góður meirihluti launþega vill hvorki stytta vinnutímann né lengja sumarfríið. Sami meirihluti vill hins vegar, að greidd verði full laun í fæðingarorlofi, sem er eitt ár. Samkvæmt núverandi reglum fær fólk í fæðingarorlofi full laun í 24 vikur.