Grettir gæðir sér á poppi.
Grettir gæðir sér á poppi.
Fyrsta kvikmyndin um teiknimyndahetjuna góðkunnu, Gretti (Garfield), er frumsýnd í dag. Flestir kannast við Gretti úr myndasögublöðum en nú er komið að frumraun hans á hvíta tjaldinu.

Fyrsta kvikmyndin um teiknimyndahetjuna góðkunnu, Gretti (Garfield), er frumsýnd í dag. Flestir kannast við Gretti úr myndasögublöðum en nú er komið að frumraun hans á hvíta tjaldinu.

Mun hann tala jafnt ensku sem íslensku til að allir aldurshópar geti haft gaman af uppátækjum hans.

Myndin fjallar um lystuga köttinn lata, eiganda hans, Jón og kærustu hans Lísu. Heimilislífið fer úr skorðum þegar hundspottið Oddi kemur inn á heimilið. Þegar Odda er rænt finnst Gretti hann eiga þar einhverja sök og leggur upp í ferð til að bjarga félaga sínum.

Þau Breckin Meyer og Jennifer Love Hewitt fara með hlutverk Jóns og Lísu en gamanleikarinn góðkunni Bill Murray ljær Gretti rödd sína í ensku útgáfunni.

Það er svo Hjálmar Hjálmarsson sem gerir Gretti það kleift að tala á íslensku en aðrir talsetjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pálmi Gestsson, Ólafur Darri Ólafsson, Atli Rafn Sigurðarson og Martha Nordal.

Leikstjóri íslenskrar talsetningar er Þórhallur Sigurðsson og þýðandi er Arnar Matthíasson.

Grettir er frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum með íslensku og ensku tali og í Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Nýja Bíó Keflavík með íslensku tali.

Erlendir dómar Roger Ebert: &sstar;&sstar;&sstar; USA Today: &sstar;&sstar; Metacritic.com: 3,5/10 www.imdb.com: 4,5/10 The Hollywood Reporter: 40/100 (skv. útr. metacritic.com) Variety: 30/100 (skv. útr. metacritic.com) The New York Times: 0/100 (skv. útr. metacritic.com)