ÞRÍR glæpamenn, þ.á m. einn sem talinn er hættulegur, brutust út úr fangelsi í Stokkhólmi á miðvikudaginn, að því er sænska lögreglan greindi frá, en í síðustu viku struku fjórir alræmdustu glæpamenn landsins úr öðru fangelsi.

ÞRÍR glæpamenn, þ.á m. einn sem talinn er hættulegur, brutust út úr fangelsi í Stokkhólmi á miðvikudaginn, að því er sænska lögreglan greindi frá, en í síðustu viku struku fjórir alræmdustu glæpamenn landsins úr öðru fangelsi.

"Þrír menn á stórum, svörtum bíl óku í gegnum fangelsishliðið. Þeir voru vopnaðir sjálfvirkum byssum og notuðu klippur til að rjúfa girðinguna. Þeir náðu föngunum þremur út úr fangelsinu," sagði talsmaður lögreglunnar.

Fangarnir sátu inni fyrir alvarlega glæpi, þ.á m. morðtilraun og rán. Staðfesti lögreglan að einn þeirra væri talinn hættulegur. Fangarnir fjórir sem struku í síðustu viku náðust allir innan fárra daga.

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, hefur undanfarna viku sætt síaukinni gagnrýni og hafa margir orðið til að krefjast þess að hann segi af sér.

Stokkhólmi. AFP.