— Reuters
Nýlega komu saman á þingi í Þýskalandi helstu sérfræðingar Evrópu í fósturfræði og æxlun mannsins. Þar var greint frá því að Jonathan nokkrum Tilly hefði tekist að einangra frumur í eggjakerfi fullorðinna músa sem geta framleitt ný egg.

Nýlega komu saman á þingi í Þýskalandi helstu sérfræðingar Evrópu í fósturfræði og æxlun mannsins. Þar var greint frá því að Jonathan nokkrum Tilly hefði tekist að einangra frumur í eggjakerfi fullorðinna músa sem geta framleitt ný egg. Einnig hefur hann fundið mólikúl (GSA8) sem eykur virkni þessara frumna til muna og gerir það að verkum að mýs framleiða tvöfalt fleiri egg en gengur og gerist.

Þessar niðurstöður styðja fyrri kenningar um að eggjakerfi spendýra geti framleitt egg alla ævi og kollvarpa þannig þeirri kenningu að konur séu fæddar með takmarkað upplag af eggjum.

Ef þessar frumur og sameindir sem Tilly hefur fundið í músum finnast líka í konum gæti það gagnast konum sem hafa af einhverjum ástæðum fá egg í sínu eggjakerfi, til dæmis þeim sem eru með krabbamein og þeim sem eru komnar nálægt tíðahvörfum. Tilly bendir á að kvenkyns flugur, fiskar, fuglar og mýs virðist geta framleitt ný egg alla ævi og sér finnist ólíklegt að því sé eitthvað öðruvísi farið hjá mannfólkinu.