Leki kom að litlum plastbát með utanborðsmótor þar sem hann var bundinn við bryggju á Eskifirði um hádegi í gær, og var björgunarsveit og slökkvilið kallað á vettvang til að dæla út bátnum.
Leki kom að litlum plastbát með utanborðsmótor þar sem hann var bundinn við bryggju á Eskifirði um hádegi í gær, og var björgunarsveit og slökkvilið kallað á vettvang til að dæla út bátnum.
Þegar að var komið var báturinn fullur af vatni, og þegar hafist handa við að dæla úr honum. Hann var síðar færður á þurrt. Ekki var ljóst hvers vegna báturinn sökk, en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Fjarðabyggðar voru ekki miklar skemmdir sjáanlegar á bátnum.