VERÐ á sjávarafurðum hækkaði lítillega í júní miðað við mánuðinn þar á undan. Á það bæði við verð í íslenzkum krónum og erlendri mynt samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur nú birt.

VERÐ á sjávarafurðum hækkaði lítillega í júní miðað við mánuðinn þar á undan. Á það bæði við verð í íslenzkum krónum og erlendri mynt samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur nú birt.

Morgunkorn Íslandsbanka birti frétt um þessa þróun þar sem segir svo: "Það sem af er árinu hefur verð á sjávarafurðum haldist nokkuð stöðugt miðað við verðþróun undangenginna ára hvort sem miðað er við íslenskar krónur eða erlenda mynt. Verð á mjöli hefur hækkað að nýju og er áþekkt því sem það var um áramótin en heldur lægra en það var í febrúar. Verðþróun á rækjuafurðum hefur verið stöðug. Rækjuverðið hefur sem fyrr haldist lágt og því sér ekki fyrir endann á erfiðum rekstrarskilyrðum í rækjuiðnaði. Verð á botnfiski hækkaði lítillega í júní á heildina litið, landfrystar afurðir lækkuðu en sjófrystar afurðir og saltfiskafurðir hækkuðu. Sjófrystar afurðir hafa ekki mælst hærri í tæpt ár en enn vantar nokkuð mikið uppá að verðið nái því stigi sem það var á á árunum 2000-2002."