FISKISTOFA er þessa dagana að svara þeim eigendum sóknardagabáta sem gerðu athugasemdir við væntanlegt krókaaflamark. Alls bárust tæplega 50 erindi og spannaði efni athugasemda yfir breitt svið.

FISKISTOFA er þessa dagana að svara þeim eigendum sóknardagabáta sem gerðu athugasemdir við væntanlegt krókaaflamark. Alls bárust tæplega 50 erindi og spannaði efni athugasemda yfir breitt svið.

Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og segir þar ennfremur: "Aðilar sem nýlega voru byrjaðir í sóknardagakerfinu og höfðu byggt sínar áætlanir á að veiðikerfið yrði til framtíðar vöktu athygli á að væntanlegt krókaaflamark nægði engan veginn fyrir skuldbindingum sem gerðar höfðu verið. Óskað var eftir að þeir fengju aðlögun að krókaaflamarkinu eins og um nýja báta væri að ræða. Þá bárust erindi frá útgerðum sem komu með nýja báta inn í sóknardagakerfið á sl. fiskveiðiári eða yfirstandandi þar sem þeir völdu að vera áfram í sóknardagakerfinu, eitt eða tvö ár eða eftir því sem lögin boðuðu. Þá voru gerðar athugasemdir við reiknaða viðmiðun, uppreikning vegna keyptra sóknardaga, erindi frá nýjum aðilum sem Fiskistofa taldi að ekki hefðu tilkynnt báta sína inn í kerfið áður en lögin voru samþykkt.

Í bréfi Fiskistofu kemur fram að kærufrestur til sjávarútvegsráðuneytisins er 3 mánuðir."