Vatnshæð innan við stífluna fór í fjóra metraVöxturinn í Jöklu hélt áfram í gærkvöld en undir miðnætti var farið að sjatna í ánni. Þegar mest lét náði vatnsborðið 479 metrum yfir sjó og brúin yfir Jöklu fór á bólakaf. Eftir lekann í varnarstíflunni í gærkv
Vatnshæð innan við stífluna fór í fjóra metraVöxturinn í Jöklu hélt áfram í gærkvöld en undir miðnætti var farið að sjatna í ánni. Þegar mest lét náði vatnsborðið 479 metrum yfir sjó og brúin yfir Jöklu fór á bólakaf. Eftir lekann í varnarstíflunni í gærkv — Ljósmynd/Leó Sigurðsson
HÆTTUÁSTAND skapaðist við Kárahnjúka á níunda tímanum í gærkvöld þegar Jökulsá á Dal, Jökla, fann sér leið efst í gegnum varnarstífluna og vatn tók að leka niður á vinnusvæðið þar sem starfsmenn Impregilo hafa unnið við fremsta hluta aðalstíflunnar, við...

HÆTTUÁSTAND skapaðist við Kárahnjúka á níunda tímanum í gærkvöld þegar Jökulsá á Dal, Jökla, fann sér leið efst í gegnum varnarstífluna og vatn tók að leka niður á vinnusvæðið þar sem starfsmenn Impregilo hafa unnið við fremsta hluta aðalstíflunnar, við svonefndan távegg. Gilið var alfarið rýmt í öryggisskyni en með aðstoð stórvirkra vinnuvéla tókst að stöðva lekann, sem var við gljúfurvegginn þeim megin sem hjáveitugöngin liggja um bergið. Við távegginn var vatnshæðin komin í um fjóra metra.

"Það getur alltaf skapast hætta þegar leki kemur að stíflu og getur dregið með sér efni úr henni. En tækjamennirnir hjá Impregilo brugðu skjótt við og stöðvuðu lekann. Fólk var aldrei í hættu. Síðan verður haldið áfram í nótt að hækka stífluna, þétta hana og styrkja með grjóti þannig að við getum tekist á við næsta flóð. Þetta eru mestu vatnavextir hér í áratugi," sagði Páll Ólafsson, verkfræðingur í framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar, við Morgunblaðið í gærkvöld þar sem hann var staddur við varnarstífluna og horfði yfir flóðasvæðið.