GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í Hvíta húsinu í gær, að ríkisstjórn sín væri "sífellt að leita nýrra leiða til að skaða Bandaríkin og bandarísku þjóðina". Forsetanum varð þarna á mismæli, og án efa mun það bætast í safnið hjá þeim sem henda gaman að fjólum forsetans.
Bush var að ávarpa yfirmenn hersins í tilefni af því að hann hafði undirritað lög um fjárveitingar til varnarmála, og sagði meðal annars: "Óvinir okkar eru hugmyndaríkir og snjallráðir, og það erum við einnig. Þeir eru sífellt að leita nýrra leiða til að skaða Bandaríkin og bandarísku þjóðina, og það erum við einnig."
Enginn í áheyrendahópi forsetans brá svip.
Washington. AP.