UNGIR Palestínumenn horfa út um glugga á heimili sínu í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu eftir að ísraelskir hermenn og skriðdrekar fóru þaðan í gær.
UNGIR Palestínumenn horfa út um glugga á heimili sínu í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu eftir að ísraelskir hermenn og skriðdrekar fóru þaðan í gær. Hermennirnir hófu umsátur um bæinn fyrir fimm vikum og réðust síðar inn í hann til að binda enda á flugskeytaárásir á suðurhluta Ísraels. Tuttugu Palestínumenn létu lífið í aðgerðum hermannanna, sem eyðilögðu einnig byggingar og vegi. Aðgerðirnar virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur því að Ísraelsher sagði að tveimur flugskeytum hefði verið skotið á suðurhluta Ísraels í gær.