Áætlað er að um 15.000 manns hafi þreytt fyrsta hluta inntökuprófs í fjórðu Americal Idol keppnina, sem fram fór í Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum á þriðjudag. Var fólk komið úr öllum fylkjum til þess að spreyta sig á inntökuprófinu.
Áætlað er að um 15.000 manns hafi þreytt fyrsta hluta inntökuprófs í fjórðu Americal Idol keppnina, sem fram fór í Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum á þriðjudag. Var fólk komið úr öllum fylkjum til þess að spreyta sig á inntökuprófinu.
Tólf verða valdir í sjónvarpshluta keppninnar, sem hefst eftir tvær vikur í Bandaríkjunum. Dómarar í þeim hluta eru sem fyrr Simon Cowell, Randy Jackson og Paula Abdul.
Um 1.400 manns skráðu sig í inntökupróf til hinnar sambærilegu íslensku keppni í fyrra.