Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sér lífið sínum augum:
Lífs þó kjörin bjóðist blíð,
blandast þjáningunni.
Uppskeran fer alla tíð
eftir sáningunni.
Í fyrri pósti frá Rúnari hafði læðst prenvillupúki í síðari vísuna sem hann orti um Jakob á Varmalæk. Hér er rétt útgáfa:
Kveðskap góðan kynnti af snilli
Kobbi bóndi á Varmalæk.
Vann sér með því víða
hylli,
var þar hugarglettnin spræk.
Fellur ekki fjörs á engi
ferilspretta kostamanns.
Sólaryl um sálarstrengi
senda áfram vísur hans.
pebl@mbl.is